Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun, var haldin við hátíðlega athöfn á föstudaginn, 10. október.
Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og er Borgarbyggð þar á meðal.
Jafnvægisvogin er hreyfiátaksverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er viðurkenningin veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í ár voru 130 viðkenningarhafar úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall og er markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnunarlagi.
Þetta er annað árið í röð sem Borgarbyggð hlýtur viðurkenninguna og þakkar FKA fyrir framtakið.
Hér má lesa fréttatilkynningu FKA: frettatilkynning_jafnvaegisvogarinnar-2024_latum-eitthvad-gerast-jafnretti-er-akvordun
Hér má lesa nánar um Jafnvægisvogina.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.